Tuesday, March 4, 2008

Fréttatilkynning

Ath. fyrir neðan þriðju myndina stendur ,,gaurarnir sem ætla að þjappa þessar kerlingar"

Fréttatilkynningin er svohljóðandi:

Femínistafélag Háskóla Íslands er félag stúdenta og starfsfólks Háskólans sem aðhyllast stefnu femínisma. Félagið var stofnað í lok október 2007 í þeim tilgangi að upplýsa stúdenta og samfélagið um femínisma með því að fjalla um hann á fræðilegum grundvelli.

Femínistafélag Háskóla Íslands fékk útgáfustyrk frá Stúdentasjóði og styrk frá Félagsstofnun stúdenta fyrir útgáfu á plakötum en tilgangur þeirra er að fræða stúdenta um feminisma og vekja athygli á félaginu. Á miðvikudegi fyrir tæpum tveim vikum voru plakötin hengd upp í flestum byggingum Háskólans.

Þrenns konar plaköt hafa verið gerð með þessum skilaboðum:
- Femínismi er hugmyndin um félagslegt, pólítískt, og efnahagslegt jafnrétti kynjanna.
- Er í tísku að hata femínista?
- Konur eru tæp 63% af nemendum í grunnnámi við Háskóla Íslands en námsval er enn mjög kynbundið
o Af 664 nemendum í grunnnámi við verkfræðideild Háskóla Íslands eru aðeins 28% konur eða 185 konur
o Af 378 nemendum við hjúkrunafræðideild Háskóla Íslands eru aðeins 3% karlar eða 12 karlar.
o Af 1619 nemendum í félagsvísindadeild Háskóla Íslands eru aðeins 24% karlar eða 389 karlar

(Þessar tölur eru síðan 28. Janúar 2008, fengnar frá Hreini Pálssyni, prófstjóra HÍ og samþykktar af jafnréttisfulltrúa HÍ, Arnari Gíslasyni).

Síðan plakötin hafa verið hengd upp hafa stúdentar brugðist við á ýmsan hátt:

- Í Lögbergi, byggingu laganema, og Gimli, nýbyggingu Háskólans, voru plakötin (12 stykki) tekin niður af stúdentum tveimur dögum eftir að þau voru hengd upp.
- Í Árnagarði, byggingu hugvísindadeildar, og VR II, byggingu verkfræðinema er búið að krota ýmislegt óviðeigandi á plakötin (Sjá myndir).


Stjórn Femínistafélags Háskóla Íslands finnst sorglegt að stúdentar við Háskóla Íslands (fullorðið fólk) hagi sér svona, en þessi hegðun sýnir það og sannar að gríðarleg þörf er á félaginu.

22 comments:

Anonymous said...
This comment has been removed by a blog administrator.
Anonymous said...

Af hverju heitir felag sem segist standa fyrir jafnretti Feministafelag en ekki Jafnrettisfelag eda eitthvad i theim dur

Anonymous said...

aetla adeins ad hnyta i ... eg er jafnrettissinni sjalfur en ja tad er i tisku ad hata feminista a islandi, ekki vegna tess ad folk er a moti malstadnum heldur folkinu sem rekur hann og eru i forsvari Feministafelag Islands

Anonymous said...

Femínismi er um jafnrétti. Skammarlegt að það sé ekki hægt að láta plakötin í friði.

Anonymous said...

Þetta er gjörsamlega fáránlegt! Ef ekki er hægt að kynda undir málstað feminísta í Háskóla Íslands hvar er það þá hægt?

Ég sem hafði svo óbilandi trú á samnemendum mínum....

Hildur Lilliendahl said...

Þetta er aldeilis sorglegt. Langaði annars bara að benda ykkur á að ég átti leið um Eirberg um daginn og þar hafði eitthvað misfagurt verið krotað á plakötin líka.

Anonymous said...

Guð minn góður...ég hélt að fólk í háskóla væri þroskað og open minded! Að krassa á plaggöt barnalega "fyndni" ber þess ekki merki....Hvað er slíkt fólk að hugsa eiginlega?

Ég er feministi og jafnréttissinni og hef alltaf verið það og mun alltaf vera það. Skammast mín ekki fyrir það....

Þeir sem ætla að vera íhaldsamir afturhaldseggir og vilja óbreytt ástand eiga ekki heima í fræðisamfélagi eins og háskóla...

Jafnrétti er framtíðin!

Baráttukveðjur,
Guðrún

Anonymous said...

Ég er gáttuð! Fíflaskapur sem þessi segir meira um þá sem eiga hlutdeild í honum en um málstaðinn sem honum er beint (svo fífla- og barnalega) gegn!

Ég fordæmi svona kjánaskap og þá sem að honum standa!!

Það er sannarlega augljóst að þörf er á félaginu og ég er stolt að því að vera félagskona!:)

Komum umræðum um málstaðinn af stað og höldum áfram að hrista upp í hlutunum!

Baráttukveðjur!

Unknown said...

Verð að segja að mér finnst það alveg ótrúlega sorglegt að sjá svona barnaskap.

Anonymous said...

Þið eruð alveg ótrúlegar. Það er álíka mikil þörf á Femínistafélagi í Háskóla Íslands og það er þörf á olíu í Sádi-Arabíu. Álíka mikil þörf og þörfin fyrir fleiri ablatívusa í latínu. Álíka mikil þörf og það er á því að eyða sviði Higgs boseinda í kjarneðlisfræði. Ég gæti haldið áfram með samlíkingarnar en ég held þið skiljið hvað ég meina.

Eins og fram kemur á plakatinu ykkar, þá eru 63% nema á grunnnámi við HÍ konur. Er það ekki nóg? Ég man eftir því þegar ég las fyrir nokkru um opinber samtök, þar sem fjöldi stjórnarmanna sem voru konur fór úr 60% í 100% á stuttum tíma. Í viðtali tóku stjórnarkonurnar fram hversu gífurlegur áfangi þetta væri, að konur væru orðnar alráðar í samtökunum. Það var og - markmiðið var þá ekki jafnrétti. Markmiðið var að bola öllum körlunum á brott! Þið minnið mig á þessar konur.

Og í andskotans bænum, ekki vera slíkar teprur að fara að gráta yfir því að einhverjir hafi verið svo vondir að krota á krúttlegu litlu plakötin ykkar. Fólki finnst þetta bara svo fáránlegt að það hlær og vill gera grín að ykkur. Ég skal með glöðu geði krota sjálfur á næsta plakat sem þið hengið upp í VR2, þó ekki jafngroddalega eins og þessi krot sem þið birtið hérna. Kannski ég yrki bara limru.

Góðar stundir,
Verkfræðineminn

Jón Örn said...

Það er þó alltaf þörf á verkfræðinemum með myndlíkingar.

Anonymous said...

Heyr heyr við síðasta kommenti.

Til verkfræðinema:
Viðbrögð við auglýsingum femínista hljóta að vera sterkustu rök gagnvart rökleysu staðhæfingum þínum.
í "lýðræðislegu nútímasamfélagi" á borð við það sem ætti að finnast á Íslandi (þar sem ólæsi er í lágmarki og lífskjör með þeim bestu sem gerast í heiminum) hefði maður jafnvel haldið að lítil þörf væri fyrir mannréttinda- og hagsmunasamtök á borð við Femínistafélag Íslands, Samtökin '78 osfrv. Þessar myndir sanna svo greinilega hvað sú hugsun er röng.
Að slík hegðun eigi sér stað innan veggja Háskóla Íslands er svo enn ótrúlegra. Þar á að vera samankominn sá hópur fólks sem hefur hvað mest tækifæri til að byggja upp velferðarsamfélag þar sem jafnrétti ríkir. Fólk með háskólamenntun ætti að vera betur upplýst um þjóðfélagið sem það lifir í og heiminn allan.

Án þín og skoðanasystkina þinna væri hins vegar sennilega engin þörf fyrir þetta göfuga Femínistafélag Háskóla Íslands! Til hamingju með að vera hornsteinn í grunninn að hvatningu og baráttu fyrir betur upplýstu og mannúðlegra samfélagi.
kv. tónlistarneminn

Anonymous said...

Ótrúlega sorglegt að framtíð Íslands, Háskólanemarnir sjálfir, fólk á þrítugsaldri, skuli vera það óþroskað að það getur ekki virt skoðanir og hugmyndir annarra heldur þurfa að vera svo lágkúrulegir að krota svona líka ósmekklega á annarra manna eignir. Ef fólk er ekki sammála því sem stendur á þessum plakötum, af hverju í ósköpunum að eyða tíma í að lesa þau og hvað þá að vanvirða þau á þennan hátt. Mér finnst þetta alverlegt mál, skammarlegt og barnalegt.
Sýnir einfaldlega hvað fólk í þjóðfélaginu okkar er óþroskað og kjánalegt.
Hvet ykkur til að láta þetta ekki á ykkur fá og halda ótrauð áfram með gott verkefni.
Og þið þarna úti sem eruð ekki sammála orðstýrnum, sýnið allavega einhver merki um þroska og látið eignir þeirra í friði. Viðrið skoðanir ykkar á annan hátt, geriði það. Þið hljótið að skilja hvað þetta er kjánalegt!

Þóranna Hrönn

Anonymous said...

Herra verkfræðinemi, það eru ekki bara kvk í þessu feministafélagi, svo að ég best veit til.
Frú Laufey Jensdóttir, þó svo að ei-r skrifar undir heitinu verkfræðineminn geturu ekki gert samasem merki á milli orða hans og allra verkfræðinema. (eða átti þetta bara að beinast að þeim sem á undan skrifaði? hálf ruglingslegt þar sem stendur til verkfræðinema: en ekki nemans...)
Annars þykir mér þetta leiðinlegt mál, og skammast mín að koma úr VRII þar sem krotað er óviðeigandi og barnalegum orðum á annarsvegar skemmtileg veggspjöld feministafélags H.Í.
Mér þykir það ljóst mál að það þurfi virkilega á því að halda að bæta ýmind félagsins, upplýsa stúdenta og leiðrétta rauðsokkumisskilninginn.
Baráttukveðja,
Katrín H.
Verkfræðinemi og áður tónlistarnemi

Unknown said...

Mig langar bara að benda verkfræðinemanum á eitt. Í þessu auglýsingum sem settar voru upp, þá var bæði bent á að það hallar á bæði kynin í skólanum, og langar mér að benda þér á það.

Í fyrsta lagi er bent á að það hallar á karlmenn í fjölda nema við H.Í., það er að karlmenn eru einum 13% færri en kvennmenn.

Öðru lagi er bent á það að það hallar alvarlega á karlmenn í hjúkrunarfræðideild, þar sem einungis 3% af öllum nemum þar. Það hallar á karlmenn sem eru einungis 24% af nemum við félagsvísindadeild.

Einungis er ein málsgrein sem sýnir að það halli á kvennmenn. Svo að ég spyr þig verkfræðinemi að tvennu. Annars vegar hvernig færðu það út að þessar auglýsingar eru bara til baráttu fyrir kvennmenn eins og þú virðist halda? Hins vegar hvernig væri nú að koma með málefnalega gagnrýni og hvetja þannig til umræðunnar, þar sem þú virðist svo viss um að hún yrði þínum málstað til góðs. Eða ertu kannski hræddur við það?

Kv. Karlmaður

Anonymous said...

Sæl öll,
við vissum nú að þessi plaköt myndu vekja athygli, og það var ætlunin, en maður hefði nú haldið að fólk í háskóla ætti að geta fjallað málefnalega um feminisma án þess að vera með svívirðingar og fordóma í garð annara.

Ég hef aldrei fundið fyrir jafnmikilli nauðsyn á feministafélagi HÍ og nú því fáfræðin er því miður greinilega mikil innan veggja skólans.

En þrátt fyrir allt þá þykir mér samt gott að sjá hvað það eru margir að vernda málstaðinn!

Við sjáum að það er stórt og þarft hlutverk fyrir höndum. Félagið er nú bara að stíga sín fyrstu skref og við munum sko sannarlega halda ótrauð áfram í að stuðla að þekkingu stúdenta á feminisma og reyna að útrýma fáfræði og fordómum.

kv. Þórhalla Rein

Anonymous said...

Að sjálfsögðu var þessu beint að ofangreindum verkfræðinema. Til verkfræðinema= eign. eintölu án greinis. Geri engan vegin ráð fyrir því að þessi einstaklingur tali fyrir hönd allra verkfræðinema (hvort sem hann telji sig sjálfur gera slíkt eður ei), alveg eins og ég tala ekki fyrir hönd allra tónlistarnema og kýs að skrifa komment undir nafni.
Harma misskilning

Anonymous said...

I.

Orðin fáfræði og fordómar. Þessi orð eru svo ofnotuð, oftast af fólki sem slengir þeim fram hugsunarlaust án þess að hafa nokkra hugmynd um hvað þau merkja. Orðið fordómar merkir þannig augljóslega að dæma eitthvað fyrirfram án þess að hafa kynnt sér það. Orðið fáfræði merkir þekkingarleysi, væntanlega á einhverju afmörkuðu sviði.

Ég hafna því að vera fáfróður og fordómafullur. Ég veit alveg hvað femínismi er. Og það er mín skoðun að það sé engin þörf fyrir femínistafélag í Háskóla íslands. Engin. Bara alls engin.

Ekki síst vegna þess að það er ekkert sem kalla má kynjamisrétti í háskólanum. Öllum er frjálst að innrita sig í þær námsdeildir sem þau kjósa. Það eru engar fjöldatakmarkanir eftir kynferði.

Og svo má líka minnast á að 63% af nemendum háskólans eru konur.

II.

Þið lærið greinilega ekki mikla stærðfræði þarna í stjórnmálafræðideildinni. :)

Ég skil eiginlega bara alls ekki hvernig þú fékkst það út að karlar væru 13% færri en konur. Ef konur eru 63% af nemendum háskólans, hljóta karlar að vera 100 - 63 = 37% af nemendum hans. Prósentuhlutfallið milli kvenna or karla er því: (1 - 37% / 63%) * 100 = 41,3%

Bara svo það sé klárt.

Annars þá fæ ég það út að þessar auglýsingar séu settar upp til baráttu fyrir kvenmenn á mjög einfaldan hátt - nafn félagsins er femínistafélag HÍ. Ég held ég þurfi ekkert að ræða það frekar.

Annars er það nú svo, að margir sem ég þekki frá illt bragð upp í munninn þegar þeir heyra minnst á femínista, og hlaupa eins langt í burtu og þeir geta. Ljái ég þeim það eigi. Ef þið haldið að þetta fólk sé andsnúið jafnrétti, þá ættuð þið að hugsa ykkar gang. Þetta fólk er bara á móti ykkur. Ljái ég þeim það ekki heldur.

Anonymous said...

Elsku verkfræðinemi,

Þakka þér kærlega fyrir að sýna félagi okkar áhuga!

Ég vil koma því á framfæri að við erum ekki að benda á kynjamisrétti með þessum tölum - en eins og segir á fagurbleika plakatinu, erum við að benda á að námsval er enn mjög kynbundið.

Bestu kveðjur,
Sú sem hengdi þessi plaköt upp í VR II

Anonymous said...

Afhverju stofnuðuð þið ekki frekar Jafnréttisfélag H.Í. í stað Femínista félag H.Í?
Ég er handviss um að það hefði fengið betri móttökur, og þið gætuð barist fyrir nákvæmlega sömu málefnum með því.
Katrín H.

Alma Joensen said...

Kæra Katrín,

Hvers vegna heitum við ekki Jafnréttisfélag HÍ? Vegna þess að hlutverk og tilgangur félagsins er að einblína á jafnrétti kynjanna.

Jafnrétti er miklu víðfeðmara orð og nær yfir ótal tegundir jafnréttis.

Femínismi er heiti einnar tegundar jafnréttis: jafnréttis kynjanna.

Af hverju fékk það heitið femínismi en ekki maskúlinismi? Vegna þess að konur hafa alltaf verið það kyn sem á hallar. Aftur á móti eru karlar líka femínistar og femínistar berjast ekki einungis fyrir rétti kvenna (þó oftast þar sem réttur kvenna er víðar brotinn).

Mér finnst fáránlegt að hræðast að nota orðið femínismi og nota í staðinn jafnrétti kynjanna, þegar femínismi er alþjóðlegt og rótgróið fræðiheiti sem þýðir nákvæmlega það sama.

kveðja Alma
Stjórn Femínistafélags HÍ

Anonymous said...

Mig langar bara að hrósa ykkur fyrir virkilega flotta herferð. Þessi mótbyr er bara tækifæri.

Feministar eru vissulega af báðum kynjum, en það á - því miður - líka við um þá sem sjá feminisma ögrun við sig...

Dagný