Thursday, November 15, 2007

Jafnréttisvogin

Föstudaginn 16. nóvember 2007 verður haldin ráðstefna á Hótel Loftleiðum um jafnréttisstarf sveitarfélaga. Þetta er lokaráðstefna Evrópuverkefnisins Jafnréttisvogin, eða Tea for two - Illustrating Equality, og fer hún fram á ensku. Ráðstefnan er öllum opin án endurgjalds og stendur frá kl. 13 til kl. 17.

Verkefnið snýst um að þróa tæki til að mæla stöðu jafnréttismála í sveitarfélögum. Tilgangur þess er að gera stöðu jafnréttismála sýnilega og aðgengilega almenningi. Spurningar sem varða hlutfall kvenna og karla í stjórnunarstöðum, atvinnuþátttöku kynjanna og þátttöku kynjanna í ákvarðanatöku voru sendar til sveitarfélaga. Þátttakendur í verkefninu eru, auk Íslands, Búlgaría, Finnland, Grikkland og Noregur. Auk samanburðar á milli sveitarfélaga innanlands er því hægt að bera saman niðurstöður á milli landanna. Niðurstöðurnar eru birtar á myndrænan hátt.

Fundarstjóri er Hildur Jónsdóttir, formaður Jafnréttisráðs. Æskilegt er að þátttaka tilkynnist á netfangið jafnretti@jafnretti.is eða í síma 460 6200

Tuesday, November 6, 2007

Kynjafræðiþing 9. og 10. nóvember

Við viljum vekja athygli á glæsilegri dagskrá á kynjafræðiþingi RIKK. Ráðstefnan er haldin í aðalbyggingu Háskóla Íslands 9. og 10. nóvember. Þetta er fjórða kynjafræðiráðstefnan sem stofan stendur fyrir þar sem kynntar verða rannsóknir úr hinum ýmsu greinum.

Dagskrá

Föstudagur:

13:15-13:20: Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður RIKK
13:20-13:30: Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands
13:30-14:10: Drude Dahlerup, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Stockholm – "The glass ceiling" Why the Nordic countries are no longer the model for the whole world.
14:10-14:50: Þorgerður Einarsdóttir – Vangaveltur og umræður

Fundarstjóri: Rósa Erlingsdóttir

14:50-15:10: Kaffihlé

15:10-17:10: Málstofur I, II, III og IV

17:10-17:30: Kaffihlé

17:30-19:00: Málstofur V, VI, VII og VIII


Laugardagur:

09:00-12:15: Málstofur IX, X, XI og XII

12:15-13.00: Matarhlé

13:00-15:30: Málstofur XIII, XIV, XV og XVI

15:30-15:45: Kaffihlé

15:45-17:00: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra – Femínismi í samskiptum ríkja
Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur
Sigríður Þorgeirsdóttir, heimspekingur
Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur
Brynhildur Flóvenz, lögfræðingur

Guðbjörg Lilja Hjartardóttir stjórnar umræðum.


17:00: Ráðstefnulok – móttaka í boði félagsmálaráðherra


Hér má sjá efni málstofa.


Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis.