Thursday, November 15, 2007

Jafnréttisvogin

Föstudaginn 16. nóvember 2007 verður haldin ráðstefna á Hótel Loftleiðum um jafnréttisstarf sveitarfélaga. Þetta er lokaráðstefna Evrópuverkefnisins Jafnréttisvogin, eða Tea for two - Illustrating Equality, og fer hún fram á ensku. Ráðstefnan er öllum opin án endurgjalds og stendur frá kl. 13 til kl. 17.

Verkefnið snýst um að þróa tæki til að mæla stöðu jafnréttismála í sveitarfélögum. Tilgangur þess er að gera stöðu jafnréttismála sýnilega og aðgengilega almenningi. Spurningar sem varða hlutfall kvenna og karla í stjórnunarstöðum, atvinnuþátttöku kynjanna og þátttöku kynjanna í ákvarðanatöku voru sendar til sveitarfélaga. Þátttakendur í verkefninu eru, auk Íslands, Búlgaría, Finnland, Grikkland og Noregur. Auk samanburðar á milli sveitarfélaga innanlands er því hægt að bera saman niðurstöður á milli landanna. Niðurstöðurnar eru birtar á myndrænan hátt.

Fundarstjóri er Hildur Jónsdóttir, formaður Jafnréttisráðs. Æskilegt er að þátttaka tilkynnist á netfangið jafnretti@jafnretti.is eða í síma 460 6200

Tuesday, November 6, 2007

Kynjafræðiþing 9. og 10. nóvember

Við viljum vekja athygli á glæsilegri dagskrá á kynjafræðiþingi RIKK. Ráðstefnan er haldin í aðalbyggingu Háskóla Íslands 9. og 10. nóvember. Þetta er fjórða kynjafræðiráðstefnan sem stofan stendur fyrir þar sem kynntar verða rannsóknir úr hinum ýmsu greinum.

Dagskrá

Föstudagur:

13:15-13:20: Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður RIKK
13:20-13:30: Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands
13:30-14:10: Drude Dahlerup, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Stockholm – "The glass ceiling" Why the Nordic countries are no longer the model for the whole world.
14:10-14:50: Þorgerður Einarsdóttir – Vangaveltur og umræður

Fundarstjóri: Rósa Erlingsdóttir

14:50-15:10: Kaffihlé

15:10-17:10: Málstofur I, II, III og IV

17:10-17:30: Kaffihlé

17:30-19:00: Málstofur V, VI, VII og VIII


Laugardagur:

09:00-12:15: Málstofur IX, X, XI og XII

12:15-13.00: Matarhlé

13:00-15:30: Málstofur XIII, XIV, XV og XVI

15:30-15:45: Kaffihlé

15:45-17:00: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra – Femínismi í samskiptum ríkja
Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur
Sigríður Þorgeirsdóttir, heimspekingur
Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur
Brynhildur Flóvenz, lögfræðingur

Guðbjörg Lilja Hjartardóttir stjórnar umræðum.


17:00: Ráðstefnulok – móttaka í boði félagsmálaráðherra


Hér má sjá efni málstofa.


Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis.

Wednesday, October 24, 2007

Fyrirlestur RIKK - breytt staðsetning

Fyrirlestur Sigfríðar Gunnlaugsdóttur um Doris Lessing og femínisma verður í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins kl:12.00 - ekki aðalbyggingu eins og áður kom fram.

Tuesday, October 23, 2007

Fullt skemmtilegt að gerast í vikunni.

Á morgunn miðvikudaginn 24. okt er kvennafrídagurinn og að því tilefni býður ÍTR til kvennasunds í Vesturbæjarlaug milli kl: 19.00 og 22.00.

Fimmtudaginn 25. október talar Sigfríður Gunnlaugsdóttir, bókmenntafræðingur á hádegisrabbi RIKK. Erindi Sígfríðar heitir Að hafa töglin og hagldirnar: Doris Lessing og femínisminn.
Hátíðarsalur. Aðalbygging kl: 12.00.

Sama dag milli kl: 17.00 - 19.00 heldur svo jafnréttisnefnd Kópavogs málþing um konur í sveitastjórnum. Gerðarsafn, neðri hæð.

Sjá nánar á www.jafnretti.is

Wednesday, October 3, 2007

Fyrsta stjórn Femínistafélags Háskóla Íslands

Í dag var kosin ný stjórn Femínistafélags Háskóla Íslands.

Formaður: Anna Dröfn Ágústsdóttir
Varaformaður: Lovísa Arnardóttir
Gjaldkeri: Alma Joensen
Ritari: Steindór Grétar Jónsson

Meðstjórnendur:
Björg Magnúsdóttir
Finnborg Salome Steinþórsdóttir
Kolbrún Eva Sigurðardóttir
Jón Örn Arnarson
Olga Margrét Cilia
Ólafur Arason
Þórunn Elísabet Bogadóttir

Varamenn:
Ásgeir Runólfsson
Brynjar Smári Hermannsson
Guðbjörg Helga Jóhannsdóttir
Heimir Björnsson
Katrín Pálsdóttir
Oddur Sigurjónsson
Silja Bára Ómarsdóttir
Steinþór Helgi Arnsteinsson
Valgerður Halldórsdóttir
Þórhalla Rein Aðalgeirsdóttir

Við óskum öllum stjórnarmeðlimum til hamingju með kosninguna (sem var samþykkt með lófaklappi) og óskum jafnframt öllum félögum Femínistafélagsins til hamingju með nýja stjórn.

Thursday, September 27, 2007

Aðalfundur

Kæru stofnfélagar Femínistafélags Háskóla Íslands,Stofnun félagsins hefur gengið eins og í sögu, og hafa yfir 150 manns skráð
sig í félagið síðan að það var stofnað á föstudaginn. Það er því greinilegt
að áhugi fyrir stofnun slíks félags hefur blundað í mörgum, og með allt
þetta fólk innanborðs munum við ekki sitja auðum höndum. Við þökkum kærlega
frábærar viðtökur!Í næstu viku, 2.-5.október verður Jafnréttisvika Stúdentaráðs og við hvetjum
alla til að kynna sér dagskrá hennar. Femínstafélag Háskóla Íslands ætlar að
vera með borðasetu ásamt öðrum hagsmuna- og menningarfélögum innan
Háskólans, þar sem við munum kynna félagið og hvetja fólk til að skrá sig og
taka virkan þátt. Borðasetan er frá þriðjudegi til föstudags (2.-5.október)
frá kl. 11.30 til 13.30. Ef einhver ykkar hefur áhuga á því að hjálpa til
við að kynna félagið, þá endilega hafið samband við okkur.Á miðvikudeginum 3.október kl. 17:00 verður haldinn fyrsti aðalfundur
félagsins í stofu 201 í Árnagarði. Þá verður kosið í stjórn og við óskum hér
með eftir framboðum í eftirfarandi stöður:Formaður

Varaformaður

Gjaldkeri

Ritari

5 Meðstjórnendur

Varamenn í stjórn (höfum ekki tekið ákvörðun um hversu marga, það fer eftir
áhuga. Varamenn hafa að sjálfsögðu seturétt á fundum stjórnar)

Bestu kveðjur,

Alma, Anna Dröfn, Finnborg, Lovísa og MarenFrestur til að skila inn framboði rennur út mánudaginn 1.október.

Wednesday, September 26, 2007

Áhugaverðir fyrirlestrar

Við viljum benda á eftirfarandi fyrirlestra á háskólasvæðinu í þessari viku.

Fimmtudag 27. september.

Karlar og fóstureyðingar: Hver á kvenlíkamann?
Á vegum RIKK. Þjóðarbókhlaða 2.hæð. kl.12.oo - 13.oo.
Fyrirlesari: Arnar Gíslason kynjafræðingur.

Kynfræðsla íslenskra mæðra.
Á vegum hjúkrunarfræðideildar HÍ. Eirberg stofa 103. Kl. 15.00.
Fyrirlesari: Dr. Yvonne Fulbright kynfræðingur.

Föstudagur 28.september.

Skreppur og Pollýanna: Um ólíka möguleika og sýn kynjanna á
samræmingu fjölskyldulífs og atvinnu.

Í boði Rannsóknarstofu í vinnuvernd. Lögberg stofa 201. Kl. 12.15 - 13.15.
Fyrirlesari: Gyða Margrét Pétursdóttir félags- og kynjafræðingur.

Frekari upplýsingar er að finna á www.jafnretti.is

Thursday, September 20, 2007

Stofnfundur

Við erum orðin þreytt á því að jafnréttisbarátta kynjanna standi í stað. Við erum orðin þreytt á því að mismunun á grundvell kyns sé svona áberandi og látin viðgangast. Við erum orðin þreytt á því hvernig samfélagið stýrir þessari þróun, og við erum orðin þreytt á orðræðunni og hvað umræðan um femínisma er víða mikill útúrsnúningur sem oftast er byggður á fáfræði eða misskilningi.

Til þess að ná einhverjum árangri í jafnréttisbaráttunni verða allir að taka sig á. Allir verða að breyta hugsunarhætti sínum, átta sig á vandanum og reyna að greina á milli þess sem er rétt og þess sem er norm, og því ekki endilega rétt.

Fólk þarf að átta sig á því að femínismi er fræði og að það sé alls ekkert neikvætt við femínisma.

Við viljum að til sé félag við Háskóla Íslands sem sér um það að upplýsa fólk. Hvað er það að vera femínisti? Hvers vegna viljum við að jafnrétti kynjanna séð náð? Hverju viljum við breyta og hvernig getum við breytt einhverju?


Allir eru stúdentar og starfsfólk við Háskóla Íslands, karlar og konur, eru velkomin í félagið.

Mættu á stofnfund félagsins og kynntu þér málið. Þú þarft ekki að skrá þig í félagið þó að þú mætir á fundinn. Kannski bara á póstlista, já eða engan lista. En endilega komdu!