Wednesday, February 15, 2012

Háskóladagurinn 18. febrúar og ný stjórn

Næstkomandi laugardag verður Háskóladagurinn haldinn í Háskóla Íslands. Femínistafélag Háskóla Íslands verður þar ásamt Q - félagi hinsegin stúdenta og Maníu - geðverndarfélagi innan Háskóla Íslands.
Jafnréttisbásinn verður á móti Hámu og munum við taka glöð á móti hverjum þeim sem vill kynnast okkur og félaginu!

Við höfum færst að miklu leyti yfir á Facebook og er hérna tengill á hópinn okkar þar:
http://www.facebook.com/groups/144866072279452/

Ný stjórn Femínistafélags Háskóla Íslands hefur verið skipuð en í henni sitja:
Halla Tryggvadóttir, formaður
Margrét Helga Kristínar Stefánsdóttir, gjaldkeri
Kristján Ægir Vilhjálmsson, ritari
Guðbjörg Runólfsdóttir, meðstjórnandi
María Lind Ingvarsdóttir, meðstjórnandi
Oddur Sigurjónsson, meðstjórnandi
Salka Margrét Sigurðardóttir, meðstjórnandi
Sara Hrund Einarsdóttir, meðstjórnandi
Sveinn Máni Jóhannesson, meðstjórnandi