Thursday, March 6, 2008

Ný stjórn og hugmyndafundur fyrir bækling

Kæru félagar

Í dag var haldin aukaaðalfundur Femínistafélags Háskóla Íslands. Kosin var nýr formaður, varaformaður, auk tveggja meðstjórnenda.

Af Önnu Dröfn Ágústsdóttir tók Lovísa Arnadóttir við embætti formanns og þ.a.l. losnaði embætti varaformanns, við því tók Dagný Ósk Aradóttir. Auk þess bættust við tveir meðstjórnendur, þær Katrín Pálsdóttir og Þórhalla Rein Aðalgeirsdóttir, fyrrum varamenn.

Stjórnin óskar þeim öllum innilega til hamingju og þakkar Önnu Dröfn og Olgu
Ciliu fyrir góð og vel unnin störf og óskar þeim velfarnaðar í þeim
verkefnum sem þær taka sér fyrir hendur nú.

Nú lítur stjórnin svona út:

Formaður: Lovísa Arnardóttir
Varaformaður: Dagný Ósk Aradóttir
Gjaldkeri: Alma Joensen
Ritari: Steindór Grétar Jónsson

Meðstjórnendur:
Björg Magnúsdóttir
Finnborg Salome Steinþórsdóttir
Jón Örn Arnarson
Katrín Pálsdóttir
Kolbrún Eva Sigurðardóttir
Ólafur Arason
Þórunn Elísabet Bogadóttir
Þórhalla Rein Aðalgeirsdóttir

Varamenn:
Ásgeir Runólfsson
Brynjar Smári Hermannsson
Guðbjörg Helga Jóhannsdóttir
Heimir Björnsson
Oddur Sigurjónsson
Silja Bára Ómarsdóttir
Steinþór Helgi Arnsteinsson
Valgerður Halldórsdóttir

Á döfinni er að hittast og ræða um útgáfu bæklings. Við ætlum að ræða innihald hans, uppsetningu og útlit. Þessi bæklingur verður notaður sem kynning á félaginu og tilgangi þess bæði í Háskóla Íslands og í Kennaraháskóla Íslands sem verður sameinaður HÍ í júlí 2008.

Fundurinn verður næstkomandi þriðjudag, 11.mars, kl 20.00. Staðsetning verður auglýst síðar. Það eru allir velkomnir á þann fund og ef einhver kemst ekki þá er öllum velkomið að senda hugmyndir á netfangið loa2@hi.is


Bestu kveðjur
Stjórn Femínistafélags Háskóla Íslands

2 comments:

Anonymous said...

Líst vel á þetta hjá ykkur.
Ég er sjálfkjörinn stuðningsmaður :)

Anonymous said...

Hmm, mér finnst vanta fleiri karla í stjórn...svoldið grunnsamlegt :x