Kæru stofnfélagar Femínistafélags Háskóla Íslands,
Stofnun félagsins hefur gengið eins og í sögu, og hafa yfir 150 manns skráð
sig í félagið síðan að það var stofnað á föstudaginn. Það er því greinilegt
að áhugi fyrir stofnun slíks félags hefur blundað í mörgum, og með allt
þetta fólk innanborðs munum við ekki sitja auðum höndum. Við þökkum kærlega
frábærar viðtökur!
Í næstu viku, 2.-5.október verður Jafnréttisvika Stúdentaráðs og við hvetjum
alla til að kynna sér dagskrá hennar. Femínstafélag Háskóla Íslands ætlar að
vera með borðasetu ásamt öðrum hagsmuna- og menningarfélögum innan
Háskólans, þar sem við munum kynna félagið og hvetja fólk til að skrá sig og
taka virkan þátt. Borðasetan er frá þriðjudegi til föstudags (2.-5.október)
frá kl. 11.30 til 13.30. Ef einhver ykkar hefur áhuga á því að hjálpa til
við að kynna félagið, þá endilega hafið samband við okkur.
Á miðvikudeginum 3.október kl. 17:00 verður haldinn fyrsti aðalfundur
félagsins í stofu 201 í Árnagarði. Þá verður kosið í stjórn og við óskum hér
með eftir framboðum í eftirfarandi stöður:
Formaður
Varaformaður
Gjaldkeri
Ritari
5 Meðstjórnendur
Varamenn í stjórn (höfum ekki tekið ákvörðun um hversu marga, það fer eftir
áhuga. Varamenn hafa að sjálfsögðu seturétt á fundum stjórnar)
Bestu kveðjur,
Alma, Anna Dröfn, Finnborg, Lovísa og Maren
Frestur til að skila inn framboði rennur út mánudaginn 1.október.
Thursday, September 27, 2007
Aðalfundur
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
god byrjun
Post a Comment