Thursday, September 20, 2007

Stofnfundur

Við erum orðin þreytt á því að jafnréttisbarátta kynjanna standi í stað. Við erum orðin þreytt á því að mismunun á grundvell kyns sé svona áberandi og látin viðgangast. Við erum orðin þreytt á því hvernig samfélagið stýrir þessari þróun, og við erum orðin þreytt á orðræðunni og hvað umræðan um femínisma er víða mikill útúrsnúningur sem oftast er byggður á fáfræði eða misskilningi.

Til þess að ná einhverjum árangri í jafnréttisbaráttunni verða allir að taka sig á. Allir verða að breyta hugsunarhætti sínum, átta sig á vandanum og reyna að greina á milli þess sem er rétt og þess sem er norm, og því ekki endilega rétt.

Fólk þarf að átta sig á því að femínismi er fræði og að það sé alls ekkert neikvætt við femínisma.

Við viljum að til sé félag við Háskóla Íslands sem sér um það að upplýsa fólk. Hvað er það að vera femínisti? Hvers vegna viljum við að jafnrétti kynjanna séð náð? Hverju viljum við breyta og hvernig getum við breytt einhverju?


Allir eru stúdentar og starfsfólk við Háskóla Íslands, karlar og konur, eru velkomin í félagið.

Mættu á stofnfund félagsins og kynntu þér málið. Þú þarft ekki að skrá þig í félagið þó að þú mætir á fundinn. Kannski bara á póstlista, já eða engan lista. En endilega komdu!

18 comments:

Anonymous said...

Takk fyrir frábært framtak!

Anonymous said...

Frábært framtak auðvitað löngu orðið tímabært!
Marta Goðadóttir

Anonymous said...

Frábært. Ég kemst því miður ekki á fundinn, EN getiði skráð mig í félagið?

Áfram stelpur.

Kristín Tómasdóttir

Thorgerdur Einarsdottir said...

Frábært framtak! Væri ekki ráð að auglýsa þetta sem víðast? Meðal starfsfólks og nemenda? Kv. Þorgerður Einarsdóttir

Anonymous said...

Má ég vera memm ;)
Þó ég mæti ekki á fundi þessa önnina!

Kveðja,
Erna G. Benediktsdóttir

Jón Örn said...

Frábært dót, jafnvel fab! - ég mæti auðvitað.

Anonymous said...

Frábært framtak! Líst vel á þetta!

Silja Bára said...

ferlega eruð þið flottar, hlakka til að fylgjast með og taka þátt í öflugu starfi!

Unknown said...

Algjör snilld, mæti auðvitað og hlakka mikið til!

Anonymous said...

Til hamingju. Þetta er frábært. Mig langar á stofnfundinn en kemst ekki. Getið þið skráð mig sem stofnfélaga engu að síður?

Anonymous said...

Innilegar hamingjuóskir. Sendi jákvæða strauma frá London. Power to you!!

Annadís G. Rúdólfsdóttir

Anonymous said...

Þetta er brillijant hjá ykkur konur! Ég kemst ekki á stofnfundinn en ætla að skrá mig.

Sko ykkur!!

Baráttukveðja,

Guðrún Ásta.

Unknown said...

Glæsilegt hjá ykkur!

Bestu kveðju frá Brynju

Anonymous said...

Geðsjúkt framtak! Hlakka til að heyra meira. Komst reyndar ekki á fundinn :(
Kv. Ásdís Egilsdóttir

Anonymous said...

Þannig að þið eruð að segja að skoðanir þeirra sem hafa kynnt sér femínisma og gagnrýna hann séu á villigötum, og þurfa einungis smá leiðsögn?!
Ég sem hélt að öll fræði snérust um opna umræðu og gagnrýni. Ég hef greinilega eitthvað misskilið það.

Véfrétt said...

Til hamingju með frábært framtak. Gangi ykkur vel!

Helga D. Sigurðardóttir

dax said...

Gott framtak, vil gjarnan vera skráð þó ég hafi ekki komist á stofnfund.

Kv.Dagný Arnarsdóttir

Anonymous said...

Flott stemmning... Mussolini er með ykkur í anda.....