Wednesday, February 15, 2012

Háskóladagurinn 18. febrúar og ný stjórn

Næstkomandi laugardag verður Háskóladagurinn haldinn í Háskóla Íslands. Femínistafélag Háskóla Íslands verður þar ásamt Q - félagi hinsegin stúdenta og Maníu - geðverndarfélagi innan Háskóla Íslands.
Jafnréttisbásinn verður á móti Hámu og munum við taka glöð á móti hverjum þeim sem vill kynnast okkur og félaginu!

Við höfum færst að miklu leyti yfir á Facebook og er hérna tengill á hópinn okkar þar:
http://www.facebook.com/groups/144866072279452/

Ný stjórn Femínistafélags Háskóla Íslands hefur verið skipuð en í henni sitja:
Halla Tryggvadóttir, formaður
Margrét Helga Kristínar Stefánsdóttir, gjaldkeri
Kristján Ægir Vilhjálmsson, ritari
Guðbjörg Runólfsdóttir, meðstjórnandi
María Lind Ingvarsdóttir, meðstjórnandi
Oddur Sigurjónsson, meðstjórnandi
Salka Margrét Sigurðardóttir, meðstjórnandi
Sara Hrund Einarsdóttir, meðstjórnandi
Sveinn Máni Jóhannesson, meðstjórnandi

Thursday, October 16, 2008

Daphne Hampson heldur fyrirlestur í HÍ

Er nóg að klæða Guð í kjól?


Er nóg að klæða Guð í kjól til að leysa vanda kristninnar á okkar tímum?

Aldeilis ekki, segir Daphne Hampson, skeleggur og umdeildur breskur guðfræðingur og trúarheimspekingur. Að dómi Hampson er viðleitni femínískra guðfræðinga til þess að kvengera guð engin leið út úr ógöngum kristninnar í nútímasamfélagi. Þess í stað kallar Hampson eftir róttækri endurskoðun á guðsskilningi og tengslum okkar við guð. Hún talar gegn trúleysi en telur jafnframt að eina leiðin til að endurheimta guðstrú sem stenst kröfur nútímans sé slík róttæk endurskoðun trúarinnar. Hampson lýsir afstöðu sinni sem "póst-kristinni" og meinar með því að hún fjallar um trú og guð í ljósi þeirrar hefðar sem hún kemur úr en hafnar jafnframt hefðbundnum goðsögnum og kennisetningum kristninnar. Athugasemdir Hampson við kristindóminn eru bæði þekkingarfræðilegar og siðfræðilegar. Hún fullyrðir að kristindómurinn sé ekki sannur vegna þess að það sé ekki stætt á að segja að hann opinberi sannleikann. Einnig telur Hampson að karllægar forsendur og einsleit sýn kristindómsins á konur geri að verkum að hann afskræmir tengslin á milli kynjanna og gengur gegn þroska mannsins, sem Hampson telur mikilvægasta verkefni hverrar manneskju. Skrif Hampson hafa á undanförnum áratugum vakið mikla athygli víða um lönd.

Daphne Hampson mun halda tvo fyrirlestra við Háskóla Íslands í næstu viku. Fyrra erindið verður flutt miðvikudaginn 22. október, kl. 12, í stofu 229 í aðalbyggingu og fjallar um heimspeki Kierkegaards. Síðara erindið verður haldið á vegum Heimspekistofnunar og Rannsóknastofu í kynjafræðum fimmtudaginn 23. október kl. 16, Lögbergi 101, og fjallar um póst-kristilega andlega afstöðu. Á vefritinu kistan.is er að finna athyglisvert viðtal við Daphne Hampson.

Femínistafélag Háskóla Íslands vill endilega hvetja alla til að mæta á þennan fyrirlestur og taka þátt í skemmtilegum umræðum.

Bestu kveðjur
Stjórn Femínistafélags HÍ

Friday, September 12, 2008

Aðalfundur Femínistafélags Háskóla Íslands- framboð óskast

Kæru félagar

Nú fer að líða að lokum fyrsta starfsárs félagsins. Síðan félagið var stofnað höfum við reynt eftir bestu getu að koma því sem best á framfæri. Í febrúar gáfum við út plaköt sem áttu að vekja stúdenta til umhugsunar um jafnréttismál, bæði innan háskólans og utan. Þau fengu gríðarlega athygli, góða og slæma. Við bjuggum til nælur, sem enn er hægt að nálgast hjá okkur, frítt. Svo næst á dagskrá er að gefa út bækling. Í honum förum við yfir okkar helstu baráttumál, svörum algengum spurningum um femínisma og mótum stefnu félagsins.

Þetta fyrsta starfsár gekk einstaklega vel og gekk eiginlega framar öllum okkar björtustu vonum. Fyrir hönd stjórnar vil ég þakka enn og aftur fyrir góð viðbrögð og vona að þið haldið áfram að styðja við félagið.

En þessum pósti var aðallega ætlað að auglýsa aðalfund okkar, sem verður haldinn nk. mánudag þann 15.september. Hann verður kl 17.00 í stofu 201 í Lögbergi.

Skv. lögum okkar skal dagskrá aðalfundar vera svo:

-Skýrsla stjórnar lögð fram ásamt reikningum.
-Umræður um skýrslu og reikninga.
-Umræður um lög félagsins og lagabreytingar.
-Kosningar og úrslit þeirra.
-Önnur mál.

Varðandi kosningar:

Öll embætti félagsins standa opin. Það eru embætti formanns, varaformanns, gjaldkera, ritara og 7 meðstjórnenda. Í dag starfa svo 8 varamenn í stjórn líka. Öll framboð skulu berast á e-mailið loa2@hi.is fyrir kl 12.00 mánudaginn 15.september.

Að starfa í Femínistafélagi HÍ hefur ekki bara verið mér einstök ánægja, heldur hefur það einnig verið áhugavert og því hvet ég ykkur sem flest til að bjóða ykkur fram og starfa með okkur á þessu næsta starfsári.

Bestu kveðjur
Lovísa Arnardóttir
Formaður Femínistafélags Háskóla Íslands.

Tuesday, April 22, 2008

Athyglisvert málþing. Við hvetjum alla til þess að kíkja!

Forskot með fjölbreytileika

Föstudaginn 25. apríl standa jafnréttisnefnd Háskóla Íslands,
jafnréttisnefnd Kennaraháskóla Íslands og Rannsóknastofa í kvenna- og
kynjafræðum við Háskóla Íslands fyrir málþingi um jafnrétti í breiðum
grundvelli, með yfirskriftinni „Forskot með fjölbreytileika".

Fjallað verður um jafnréttismál frá ýmsum sjónarhornum, og er markmiðið að
skapa samræðu milli fræðafólks í báðum skólum, nemenda, stjórnsýslu, og
annarra sem áhuga hafa á jafnréttismálum. Það er stefna Háskóla Íslands að
vera ávallt í fararbroddi í jafnréttismálum og liður í því er að skapa og
viðhalda umræðu um kynja- og jafnréttismál með margvíslegum hætti.

Á málþinginu verður fjallað um ýmsar þær spurningar sem máli skipta fyrir
menntastofnanir sem vilja leggja áherslu á jafnréttismál í sínu starfi og
skapa samfélag fjölbreytileikans innan sinna veggja. Þetta verður gert með
umræðum í vinnustofum, erindum og pallborðsumræðum.

Kristín Ingólfsdóttir rektor mun setja málþingið og síðan flytja erindi þau
Jón Atli Benediktsson, prófessor í verkfræði og þróunarstjóri HÍ, Ólafur
Páll Jónsson, lektor í heimspeki og formaður jafnréttisnefndar KHÍ, og
Rannveig Traustadóttir, prófessor og forstöðumaður rannsóknaseturs í
fötlunarfræðum. Fundarstjóri verður Brynhildur Flóvenz, lektor í lögfræði og
formaður jafnréttisnefndar HÍ.

Fjórar vinnustofur, þar sem jafnréttismál verða rædd frá ýmsum hliðum, verða
í boði og er allt áhugafólk um jafnréttismál hvatt til að taka þar þátt.
Málþinginu lýkur með pallborðsumræðum, en í pallborði verða fulltrúar úr
röðum fræðafólks, stjórnsýslu HÍ, nemenda og Jafnréttisstofu.

Málþingið verður í Öskju og hefst það kl. 13 og lýkur með móttöku kl. 17.
Ítarlega dagskrá má finna á vef Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum:
www.rikk.hi.is.


ENGLISH VERSION

Equality and Diversity: A Symposium

On Friday the 25th of April a symposium on equality and diversity will take
place at the University of Iceland. The symposium is hosted by the
University of Iceland (HÍ) Equal Rights Committee, the Iceland University of
Education (KHÍ) Equal Rights Committee, and the Centre for Women's and
Gender Studies at the University of Iceland (RIKK).

We will discuss equality from various vantage points, and the aim is to
create a dialogue between scholars, students, administrative staff and
others interested in equality issues. This summer, the two universities (HÍ
and KHÍ) will be united into one University, and at the same time we will
see changes in the structure of the University as a whole, so now is a good
time to discuss the challenges facing equality in the University and the
opportunities that lie ahead.

The Rector of the University of Iceland, Kristín Ingólfsdóttir, will open
the symposium. Three talks will be given, followed by four workshops, each
exploring equality from a different angle, and the symposium will end with a
panel discussion where scholars, administrative staff, students and a
representative from the Centre for Gender Equality, will take part.

The symposium will be held in Askja, the Natural Sciences Building at HÍ (a
map can be found at www.hi.is/page/stortkort), starting at 1 pm and ending
with a reception at 5 pm.

Please note that talks and discussions will take place in Icelandic.
Participation is free of charge.

Kind regards

Monday, March 10, 2008

Fundur á morgun

Fundurinn á morgun verður haldinn í stofu 105 í Odda. Hann er klukkan 20.00.

Eins og áður sagði þá er öllum velkomið að koma.

Bestu kveðjur

Stjórn Femínistafélags Háskóla Íslands

Thursday, March 6, 2008

Ný stjórn og hugmyndafundur fyrir bækling

Kæru félagar

Í dag var haldin aukaaðalfundur Femínistafélags Háskóla Íslands. Kosin var nýr formaður, varaformaður, auk tveggja meðstjórnenda.

Af Önnu Dröfn Ágústsdóttir tók Lovísa Arnadóttir við embætti formanns og þ.a.l. losnaði embætti varaformanns, við því tók Dagný Ósk Aradóttir. Auk þess bættust við tveir meðstjórnendur, þær Katrín Pálsdóttir og Þórhalla Rein Aðalgeirsdóttir, fyrrum varamenn.

Stjórnin óskar þeim öllum innilega til hamingju og þakkar Önnu Dröfn og Olgu
Ciliu fyrir góð og vel unnin störf og óskar þeim velfarnaðar í þeim
verkefnum sem þær taka sér fyrir hendur nú.

Nú lítur stjórnin svona út:

Formaður: Lovísa Arnardóttir
Varaformaður: Dagný Ósk Aradóttir
Gjaldkeri: Alma Joensen
Ritari: Steindór Grétar Jónsson

Meðstjórnendur:
Björg Magnúsdóttir
Finnborg Salome Steinþórsdóttir
Jón Örn Arnarson
Katrín Pálsdóttir
Kolbrún Eva Sigurðardóttir
Ólafur Arason
Þórunn Elísabet Bogadóttir
Þórhalla Rein Aðalgeirsdóttir

Varamenn:
Ásgeir Runólfsson
Brynjar Smári Hermannsson
Guðbjörg Helga Jóhannsdóttir
Heimir Björnsson
Oddur Sigurjónsson
Silja Bára Ómarsdóttir
Steinþór Helgi Arnsteinsson
Valgerður Halldórsdóttir

Á döfinni er að hittast og ræða um útgáfu bæklings. Við ætlum að ræða innihald hans, uppsetningu og útlit. Þessi bæklingur verður notaður sem kynning á félaginu og tilgangi þess bæði í Háskóla Íslands og í Kennaraháskóla Íslands sem verður sameinaður HÍ í júlí 2008.

Fundurinn verður næstkomandi þriðjudag, 11.mars, kl 20.00. Staðsetning verður auglýst síðar. Það eru allir velkomnir á þann fund og ef einhver kemst ekki þá er öllum velkomið að senda hugmyndir á netfangið loa2@hi.is


Bestu kveðjur
Stjórn Femínistafélags Háskóla Íslands

Tuesday, March 4, 2008

Fréttatilkynning





Ath. fyrir neðan þriðju myndina stendur ,,gaurarnir sem ætla að þjappa þessar kerlingar"

Fréttatilkynningin er svohljóðandi:

Femínistafélag Háskóla Íslands er félag stúdenta og starfsfólks Háskólans sem aðhyllast stefnu femínisma. Félagið var stofnað í lok október 2007 í þeim tilgangi að upplýsa stúdenta og samfélagið um femínisma með því að fjalla um hann á fræðilegum grundvelli.

Femínistafélag Háskóla Íslands fékk útgáfustyrk frá Stúdentasjóði og styrk frá Félagsstofnun stúdenta fyrir útgáfu á plakötum en tilgangur þeirra er að fræða stúdenta um feminisma og vekja athygli á félaginu. Á miðvikudegi fyrir tæpum tveim vikum voru plakötin hengd upp í flestum byggingum Háskólans.

Þrenns konar plaköt hafa verið gerð með þessum skilaboðum:
- Femínismi er hugmyndin um félagslegt, pólítískt, og efnahagslegt jafnrétti kynjanna.
- Er í tísku að hata femínista?
- Konur eru tæp 63% af nemendum í grunnnámi við Háskóla Íslands en námsval er enn mjög kynbundið
o Af 664 nemendum í grunnnámi við verkfræðideild Háskóla Íslands eru aðeins 28% konur eða 185 konur
o Af 378 nemendum við hjúkrunafræðideild Háskóla Íslands eru aðeins 3% karlar eða 12 karlar.
o Af 1619 nemendum í félagsvísindadeild Háskóla Íslands eru aðeins 24% karlar eða 389 karlar

(Þessar tölur eru síðan 28. Janúar 2008, fengnar frá Hreini Pálssyni, prófstjóra HÍ og samþykktar af jafnréttisfulltrúa HÍ, Arnari Gíslasyni).

Síðan plakötin hafa verið hengd upp hafa stúdentar brugðist við á ýmsan hátt:

- Í Lögbergi, byggingu laganema, og Gimli, nýbyggingu Háskólans, voru plakötin (12 stykki) tekin niður af stúdentum tveimur dögum eftir að þau voru hengd upp.
- Í Árnagarði, byggingu hugvísindadeildar, og VR II, byggingu verkfræðinema er búið að krota ýmislegt óviðeigandi á plakötin (Sjá myndir).


Stjórn Femínistafélags Háskóla Íslands finnst sorglegt að stúdentar við Háskóla Íslands (fullorðið fólk) hagi sér svona, en þessi hegðun sýnir það og sannar að gríðarleg þörf er á félaginu.