Föstudaginn 16. nóvember 2007 verður haldin ráðstefna á Hótel Loftleiðum um jafnréttisstarf sveitarfélaga. Þetta er lokaráðstefna Evrópuverkefnisins Jafnréttisvogin, eða Tea for two - Illustrating Equality, og fer hún fram á ensku. Ráðstefnan er öllum opin án endurgjalds og stendur frá kl. 13 til kl. 17.
Verkefnið snýst um að þróa tæki til að mæla stöðu jafnréttismála í sveitarfélögum. Tilgangur þess er að gera stöðu jafnréttismála sýnilega og aðgengilega almenningi. Spurningar sem varða hlutfall kvenna og karla í stjórnunarstöðum, atvinnuþátttöku kynjanna og þátttöku kynjanna í ákvarðanatöku voru sendar til sveitarfélaga. Þátttakendur í verkefninu eru, auk Íslands, Búlgaría, Finnland, Grikkland og Noregur. Auk samanburðar á milli sveitarfélaga innanlands er því hægt að bera saman niðurstöður á milli landanna. Niðurstöðurnar eru birtar á myndrænan hátt.
Fundarstjóri er Hildur Jónsdóttir, formaður Jafnréttisráðs. Æskilegt er að þátttaka tilkynnist á netfangið jafnretti@jafnretti.is
Thursday, November 15, 2007
Jafnréttisvogin
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
parf ad athuga:)
Post a Comment