Friday, September 12, 2008

Aðalfundur Femínistafélags Háskóla Íslands- framboð óskast

Kæru félagar

Nú fer að líða að lokum fyrsta starfsárs félagsins. Síðan félagið var stofnað höfum við reynt eftir bestu getu að koma því sem best á framfæri. Í febrúar gáfum við út plaköt sem áttu að vekja stúdenta til umhugsunar um jafnréttismál, bæði innan háskólans og utan. Þau fengu gríðarlega athygli, góða og slæma. Við bjuggum til nælur, sem enn er hægt að nálgast hjá okkur, frítt. Svo næst á dagskrá er að gefa út bækling. Í honum förum við yfir okkar helstu baráttumál, svörum algengum spurningum um femínisma og mótum stefnu félagsins.

Þetta fyrsta starfsár gekk einstaklega vel og gekk eiginlega framar öllum okkar björtustu vonum. Fyrir hönd stjórnar vil ég þakka enn og aftur fyrir góð viðbrögð og vona að þið haldið áfram að styðja við félagið.

En þessum pósti var aðallega ætlað að auglýsa aðalfund okkar, sem verður haldinn nk. mánudag þann 15.september. Hann verður kl 17.00 í stofu 201 í Lögbergi.

Skv. lögum okkar skal dagskrá aðalfundar vera svo:

-Skýrsla stjórnar lögð fram ásamt reikningum.
-Umræður um skýrslu og reikninga.
-Umræður um lög félagsins og lagabreytingar.
-Kosningar og úrslit þeirra.
-Önnur mál.

Varðandi kosningar:

Öll embætti félagsins standa opin. Það eru embætti formanns, varaformanns, gjaldkera, ritara og 7 meðstjórnenda. Í dag starfa svo 8 varamenn í stjórn líka. Öll framboð skulu berast á e-mailið loa2@hi.is fyrir kl 12.00 mánudaginn 15.september.

Að starfa í Femínistafélagi HÍ hefur ekki bara verið mér einstök ánægja, heldur hefur það einnig verið áhugavert og því hvet ég ykkur sem flest til að bjóða ykkur fram og starfa með okkur á þessu næsta starfsári.

Bestu kveðjur
Lovísa Arnardóttir
Formaður Femínistafélags Háskóla Íslands.

1 comment:

Anonymous said...

Koma svo! Vil sjá meira líf hérna :)