Thursday, September 27, 2007

Aðalfundur

Kæru stofnfélagar Femínistafélags Háskóla Íslands,Stofnun félagsins hefur gengið eins og í sögu, og hafa yfir 150 manns skráð
sig í félagið síðan að það var stofnað á föstudaginn. Það er því greinilegt
að áhugi fyrir stofnun slíks félags hefur blundað í mörgum, og með allt
þetta fólk innanborðs munum við ekki sitja auðum höndum. Við þökkum kærlega
frábærar viðtökur!Í næstu viku, 2.-5.október verður Jafnréttisvika Stúdentaráðs og við hvetjum
alla til að kynna sér dagskrá hennar. Femínstafélag Háskóla Íslands ætlar að
vera með borðasetu ásamt öðrum hagsmuna- og menningarfélögum innan
Háskólans, þar sem við munum kynna félagið og hvetja fólk til að skrá sig og
taka virkan þátt. Borðasetan er frá þriðjudegi til föstudags (2.-5.október)
frá kl. 11.30 til 13.30. Ef einhver ykkar hefur áhuga á því að hjálpa til
við að kynna félagið, þá endilega hafið samband við okkur.Á miðvikudeginum 3.október kl. 17:00 verður haldinn fyrsti aðalfundur
félagsins í stofu 201 í Árnagarði. Þá verður kosið í stjórn og við óskum hér
með eftir framboðum í eftirfarandi stöður:Formaður

Varaformaður

Gjaldkeri

Ritari

5 Meðstjórnendur

Varamenn í stjórn (höfum ekki tekið ákvörðun um hversu marga, það fer eftir
áhuga. Varamenn hafa að sjálfsögðu seturétt á fundum stjórnar)

Bestu kveðjur,

Alma, Anna Dröfn, Finnborg, Lovísa og MarenFrestur til að skila inn framboði rennur út mánudaginn 1.október.

Wednesday, September 26, 2007

Áhugaverðir fyrirlestrar

Við viljum benda á eftirfarandi fyrirlestra á háskólasvæðinu í þessari viku.

Fimmtudag 27. september.

Karlar og fóstureyðingar: Hver á kvenlíkamann?
Á vegum RIKK. Þjóðarbókhlaða 2.hæð. kl.12.oo - 13.oo.
Fyrirlesari: Arnar Gíslason kynjafræðingur.

Kynfræðsla íslenskra mæðra.
Á vegum hjúkrunarfræðideildar HÍ. Eirberg stofa 103. Kl. 15.00.
Fyrirlesari: Dr. Yvonne Fulbright kynfræðingur.

Föstudagur 28.september.

Skreppur og Pollýanna: Um ólíka möguleika og sýn kynjanna á
samræmingu fjölskyldulífs og atvinnu.

Í boði Rannsóknarstofu í vinnuvernd. Lögberg stofa 201. Kl. 12.15 - 13.15.
Fyrirlesari: Gyða Margrét Pétursdóttir félags- og kynjafræðingur.

Frekari upplýsingar er að finna á www.jafnretti.is

Thursday, September 20, 2007

Stofnfundur

Við erum orðin þreytt á því að jafnréttisbarátta kynjanna standi í stað. Við erum orðin þreytt á því að mismunun á grundvell kyns sé svona áberandi og látin viðgangast. Við erum orðin þreytt á því hvernig samfélagið stýrir þessari þróun, og við erum orðin þreytt á orðræðunni og hvað umræðan um femínisma er víða mikill útúrsnúningur sem oftast er byggður á fáfræði eða misskilningi.

Til þess að ná einhverjum árangri í jafnréttisbaráttunni verða allir að taka sig á. Allir verða að breyta hugsunarhætti sínum, átta sig á vandanum og reyna að greina á milli þess sem er rétt og þess sem er norm, og því ekki endilega rétt.

Fólk þarf að átta sig á því að femínismi er fræði og að það sé alls ekkert neikvætt við femínisma.

Við viljum að til sé félag við Háskóla Íslands sem sér um það að upplýsa fólk. Hvað er það að vera femínisti? Hvers vegna viljum við að jafnrétti kynjanna séð náð? Hverju viljum við breyta og hvernig getum við breytt einhverju?


Allir eru stúdentar og starfsfólk við Háskóla Íslands, karlar og konur, eru velkomin í félagið.

Mættu á stofnfund félagsins og kynntu þér málið. Þú þarft ekki að skrá þig í félagið þó að þú mætir á fundinn. Kannski bara á póstlista, já eða engan lista. En endilega komdu!